- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þétt dagskrá í næstu landsliðsviku – engir leikir eftir 2. maí

Það verður í mörg horn að líta hjá íslenska landsliðinu ´´i næstu leikjaviku eftir um mánuð. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Öllum leikjum í undankeppni EM2022 í handknattleik karla skal verða lokið í síðasta lagi 2. maí. Eftir þann tíma verða engir leikir í keppninni. Takist ekki að ljúka riðlakeppninni fyrir þann tíma mun framkvæmdastjórn EHF væntanlega úrskurða úrslit leikja áður en dregið verður í riðla lokakeppninnar í Búdapest 6. maí. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu eftir framkvæmdastjórnarfund EHF í gær.

Íslenska landsliðið á þrjá leiki eftir í undankeppninni, tvo á móti ísraelska landsliðinu og einn gegn landsliði Litháen. Til stendur að íslenska landsliðið mæti Ísrael á hér á landi 2. maí og Litháen á útivelli 28. apríl. Út af borðinu stendur alltaf viðureign við Ísrael á útivelli sem upphaflega stóð til að færi fram í nóvember í Tel-Aviv. Ekkert varð af því vegna kórónuveirunnar auk þess sem Ísrael var meira og minna lokað. Aftur var leiknum frestað þegar til stóð að hann færi fram rétt fyrir miðjan þennan mánuð.


Af þessu sökum stefnir í að íslenska landsliðið leiki þrjá leiki í landsliðsvikunni sem stendur frá 26. apríl til 2. maí. Hvort leikið verður heima eða að heiman við Ísrael eða samið um að leika báða leikina annað hvort á Íslandi eða í Ísrael er ekki ljóst ennþá. Víst er að það gæti orðið þrautin þyngri vegna þess að fjórir leikir standa út af borðinu hjá ísraelska landsliðinu.

Ísrael á eftir heimaleiki við Ísland, Litháen og Portúgal auk leiksins við íslenska landsliðið hér á landi. Hvernig þessum fjórum leikjum verður komið fyrir á einni viku hefur ekki verið ákveðið en á að liggja fyrir á næstu dögum. Hugsanleg lausn gæti verið að þjóðirnar komi sér saman um að hittast á leikstað í Evrópu og ljúka leikjunum þar á einni viku líkt og gert var í forkeppni Evrópumótsins í körfuknattleik.


Nokkur landslið auk Íslands eiga eftir þrjá leiki í undankeppninni, Grikkir, Tékkar, Færeyingar, Litháar, Slóvenar, Tyrkir, Norðmenn, Lettar, Svíar og Svartfellingar. Ísraelsmenn eiga einir eftir fjóra leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -