- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þetta fer amk í sögubækurnar!!“ – rauðu spjöldin á lofti í Höllinni

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs á Akureyri. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Samvæmt lýsingum á Facebook síðu Þórs á Akureyri í kvöld voru rauð spjöld ekki spöruð í dag þegar Þórsarar tóku á móti ungmennaliði Vals og unnu með þriggja marka mun, 32:29, í Grill66-deild karla í handknattleik . Leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri.


Þjálfari Þórs, Stevce Alusovski, var sýnt rauða spjaldið í hálfleik eftir að hafa rætt við dómara leiksins, Ómar Örn Jónsson og Sigurð Hjört Þrastarson. Ekki er ósennilegt að eitthvað hafi betur verið látið ósagt úr því að Ómar Örn og Sigurður gripu til rauða spjaldsins.


Þegar kom fram í síðari hálfleik fékk landi Alusovski, Tomislav Jagurinovski, einnig rautt spjald eftir að hafa verið vísað af leikvelli í þriðja sinn. „Þetta fer amk í sögubækurnar!! Aldrei áður hafa tveir Makedonar setið uppí stúku og horft á handboltaleik hjá Þór svo vitað sé,“ segir á Facebook síðu Þórs en hægt að nálgast færsluna hér neðst í greininni.

Þór var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Liðið var komið með sex marka forskot í síðari hálfleik þegar Jagurinovski fékk þriðju brottvísun sína. Þrátt fyrir allt þá stóð Þórsliðið af sér áhlaup Valsara og náði að vinna með þriggja marka mun, 32:29, og halda þar með fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir níu leiki. Þór er fjórum stigum á eftir Herði og ÍR sem er í efstu sætum.


Engin leikskýrsla hefur borist til handbolta.is eftir leikinn né hefur hún verið skráð í kerfið hjá HSÍ hafi hún verið send þangað. Í fyrrgreindri færslu hjá Þór segir að Arnór Þorri Þorsteinsson hafi skorað 12 mörk fyrir Þórsliðið og átt 5 stoðsendingar. Jóhann Einarsson var næstur með fimm mörk. Arnar Þór Fylkisson markvörður varði 12 skot.


Engar upplýsingar eru um hvernig 29 mörk Vals skiptust á milli leikmanna.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -