- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta var þeirra áætlun

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Ég er ekki frá því að menn hafi verið aðeins í handbremsu, einkum í fyrri hálfleik. Í þeim síðari þá tókst mínum mönnum aðeins að sleppa sér. En þetta tekur tíma hjá okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli við Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 25:25, í rólegum handboltaleik í Olísdeild karla.

„Gróttumenn léku alltaf með sjö í sókninni og náðu að hanga á boltanum þar til þeir skutu á markið en náðu að senda á línuna. Þennan leik léku þeir nokkuð vel og ég skil hann vel. Þetta var þeirra áætlun. Hún gekk vel hjá þeim og í raun var um sömu uppskrift að ræða og þeir notuðu gegn Haukum í síðustu viku. Þegar maður lendir í svona leik þá verður að grípa tækifærið, ef maður nær tveggja til þriggja marka forskoti, til að hrista andstæðinginn af sér. Það tókst okkur ekki meðal annars vegna þess að okkur brást bogalistin í nokkrum dauðafærum,“ sagði Patrekur og undirstrikar að það taki einnig sinn tíma að móta nýtt lið.

„Margir minna manna eru að leika saman í fyrsta skipti. Þeir eru að kynnast og ég er að kynnast þeim. Allir vilja sanna sig. Ég hef fulla trú á að þegar við verðum búnir að spila okkur betur saman þá náum við betri úrslitum. Þetta tekur sinn tíma, bæði fyrir mig og leikmenn. Ég skal sjá um það og taka alla ábyrgð í þeim efnum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar eftir jafnteflið á Nesinu kvöld, 25:25.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -