- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

Carlos Martin Santos t.v. handsalar samkomulag við Þóri Haraldsson formann handknattleiksdeildar Selfoss. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -

Handbolti.is tekur saman helstu breytingar sem hafa orðið eða verða á högum íslenskra handknattleiksþjálfara, jafnt utan lands sem innan, frá leiktíðinni 2023/2024 til 2024/2025.

Skráin verður reglulega uppfærð.

Athugasemdir eða ábendingar: [email protected]

 • Sebastian Alexandersson og Guðfinnur Kristmannsson hættu þjálfun karlaliðs HK.
 • Axel Stefánsson hættir þjálfun kvennaliðs Storhamar í Noregi.
 • Halldór Jóhann Sigfússon hætti þjálfun karlaliðs Nordsjælland í Danmörku, flutti heim og tók  við þjálfun karlaliðs HK.
 • Arna Valgerður Erlingsdóttir hætti þjálfun kvennaliðs KA/Þórs.
 • Þorvaldur Þorvaldsson hætti þjálfun kvennaliðs KA/Þórs.
 • Jónatan Þór Magnússon tók við þjálfun kvennaliðs KA/Þórs.
 • Sigurgeir Jónsson (Sissi) hætti þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar.
 • Patrekur Jóhannesson tók við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar. 
 • Jón Brynjar Björnsson og Andrés Gunnlaugsson hættu þjálfun kvennaliðs Víkings.
 • Sebastian Alexandersson tók við þjálfun kvennaliðs Víkings. 
 • Ólafur Stefánsson hætti þjálfun karlaliðs EHV Aue í Þýskalandi. 
 • Þórir Ólafsson hætti þjálfun karlaliðs Selfoss.
 • Carlos Martin Santos  tók við þjálfun karlaliðs Selfoss. 
 • Sverrir Eyjólfsson hætti þjálfun karlaliðs Fjölnis. 
 • Jón Gunnlaugur Viggósson hætti þjálfun karlaliðs Víkings.
 • Grétar Áki Andersen verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs ÍR og þjálfari 3.flokks kvenna.
Arnar Daði Arnarsson aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar t.v. tekur í hönd Hrannars Guðmundssonar þjálfara karlaliðsins. Mynd/Stjarnan
 • Arnar Daði Arnarsson verður aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar. 
 • Guðlaugur Arnarsson lætur af starfi aðstoðarþjálfara karlaliðs KA.
 • Vilhelm Gauti Bergsveinsson verður aðstoðarþjálfari karlaliðs HK.
 • Einar Jónsson hætti þjálfun kvennaliðs Fram. 
 • Gunnar Steinn Jónsson tók við þjálfun karlaliðs Fjölnis. 
 • Guðmundur Helgi Pálsson hætti þjálfun kvennaliðs Aftureldingar.
 • Sigríður Unnur Jónsdóttir er hætt þjálfun kvennaliðs Gróttu. Hún starfaði við hlið Sigurjóns Friðbjörns Björnssonar sem heldur sínu striki.
 • Arnór Þór Gunnarsson ráðinn þjálfari Bergischer HC við annan mann til tveggja ára.
 • Andri Snær Stefánsson verður aðstoðarþjálfari karlaliðs KA.
 • Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun karlaliðs Víkings.
 • Viktor Lekve aðstoðarþjálfari karlaliðs síðustu 3 ár lét af störfum.
 • Jón Brynjar Björnsson tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar.

Sjá einnig:

Konur – helstu félagaskipti 2024

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -