- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðhátíð hjá Færeyingum – eiga möguleika á sæti í milliriðli EM

Fimm þúsund Færeyingar trylltu Mercedes Benz Arena í Berlín í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemning í Færeyjum og Berlín í kvöld eftir að færeyska landsliðið vann það afrek að gera jafntefli við Norðmenn, 26:26, í dramatískum leik í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Færeyingar eiga þar með möguleika á sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins þegar lokaumferðin fer fram á mánudaginn þótt vissulega standi Norðmenn og Slóvenar betur að vígi sem stendur.

Hér viðtal við hetju færeyska landsliðsins.

Elias Ellefsen á Skipagøtu jafnaði metin úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti en færeysku leikmennirnir náðu að vinna boltann af Norðmönnum á síðustu sekúndu leiksins við miðlínu. Brotið var á Færeyingi þegar hann sendi boltann fram á samherja sinn. Vítakast var dæmt sem jöfnunarmarkið var skorað úr.

Norðmenn höfðu þriggja marka forskot þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Myndskeið: Jöfnunarmark Elíasar og fögnuðurinn sem tók við

Samantekt úr leiknum:


Norðmenn voru marki yfir í afar jöfnum leik, 13:12. Þeir virtust eiga sigurinn vísan undir lokin þegar þeir hófu sókn marki yfir og nokkra sekúndur voru eftir. Sú var ekki raunin eins og getið er um að ofan.

Ef Færeyingar vinna Pólverja og Norðmenn tapa fyrir Slóvenum getur komið sú staða upp að Færeyingar komist áfram í milliriðil. Heildarmarkatala mun ráða niðurstöðunni um hvor þjóðin heldur áfram komi sú staða upp að Norðmenn og Færeyingar verði jafnir að stigum á mánudagskvöld.

Mörk Færeyja: Teis Horn Rasmussen 5, Elias Ellefsen á Skipagøtu 5, Hákun West av Teigum 4, Rói Berg Hansen 3, Óli Mittún 3, Vilhelm Poulsen 3, Kjartan Johansen 1, Pætur Mikkjalsson 1, Leivur Mortensen 1.
Mörk Noregs: Alexandre Christoffersen 8, Gøran Søgaard Johannessen 6, Magnus Gullerud 3, Harald Reinkind 3, Magnus Abelvik Rød 3, Sander Sagosen 2, Kristian Bjørnsen 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -