- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar fylgjast spenntir með Alfreð og lærisveinum

Áhuginn fyrir þýska landsliðinu hefur vaxið a ný eftir að Alfreð Gíslason tók þjálfun þess. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Víðar en á Íslandi er gríðarlegur áhugi fyrir að fylgjast með heimsmeistaramótinu í handknattleik. Í Þýskalandi hefur vaknað mikill áhugi á ný meðal almennings fyrir þýska landsliðinu sem gert hefur það afar gott á HM sem nú stendur yfir undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þýska landsliðið er komið í átta liða úrslit og mætir það Frökkum á miðvikudaginn.


Áætlað er að 6,1 milljón Þjóðverja hafi horft á viðureign Þýskalands og Hollands á laugardaginn í útsendingu ZDF. Til samanburðar má nefna að 3,6 milljónir Þjóðverja horfðu á samantektarþátt ARD frá leikjum þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu karla þegar keppni hófst á ný eftir vetrarleyfi.

Áætlað er 4,5 milljónir hafi séð útsendingu frá viðureign Bayern München og Leipzig í opinni dagskrá á Sat1 á föstudagskvöld.


Forsvarsmenn handknattleiksins í Þýskalandi eru vitanlega afar ánægðir með þá miklu aðsókn og áhorf sem verið hefur á leiki landsliðsins sem hefur átt erfitt með að fanga athygli síðustu ár eftir sprengingu sem varð í áhorfi þegar Þýskaland varð Evrópumeistari í handknattleik karla undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Þess utan hafa Þjóðverjar farið í þúsundavís yfir til Katowice í Póllandi til þess að fylgjast með leikjunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -