- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar niðurlægðu granna sína – heimsmet var sett

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar niðurlægði svissneska landsliðið í hinum svokallaða upphafsleik Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Merkur-Spiel Arena í Düsseldorf í kvöld, 27:14, að viðstöddum 53586 áhorfendum. Áhorfendafjöldinn er sá mesti í sögunni á handboltaleik. Áður en leikurinn fór fram mættust Frakkland og Norður Makedónía á sama stað. Frakkar unnu með 10 marka mun, 39:29.

Óhætt er að segja að þýska landsliðið hafi fengið fljúgandi viðbragð á mótinu með þessum glæsilega sigri fyrir framan þennan gríðarlega áhorfendafjölda. Ekki síst var varnarleikurinn og markvarslan til sóma. Andreas Wolff fór hamförum í þýska markinu með 62% hlutfallsmarkvörslu.

Leikmenn svissneska landsliðsins voru ekki öfundsverðir að mæta þýska landsliðinu í þeirri stemningu sem sett hafði verið upp á knattspyrnuvellinum í Düsseldorf. Þeir náðu sér aldrei á strik og voru eins og hrædd dádýr í bílljósum.

Juri Knorr skoraði sex mörk fyrir þýska landsliðið og var markahæstur. Lenny Rubin var markahæstur hjá svissneska liðinu með fjögur mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -