- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjóðverjar stefna í undanúrslit – veik íslensk von um þriðja sætið

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands tekur ríkan þátt í leiknum frá hliðarlínunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, færðist nær takmarki sínu um sæti í undanúrslitum í kvöld þegar liðið lagði Ungverjaland, 35:28, hörkuleik í Lanxess Arena í frábærri stemningu með hátt í 20 þúsund áhorfendum. Þýska liðið rak svo sannarlega af sér slyðruorðið eftir jafntefli við Austurríkismenn í fyrrakvöld. Jafnteflið við litla bróður sveið.

Mæta kannski Dönum

Þýskaland er þar með í öðru sæti í milliriðli eitt fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn. Þjóðverjar leika við Króata. Frakkar eru þegar búnir að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og að öllum líkindum leik við Svía í undanúrslitum á föstudaginn. Frakkar hafa þriggja stiga forskot í efsta sæti. Ef Þýskaland nær öðru sæti í milliriðli eitt þá verða heimsmeistarar Danmerkur andstæðingurinn.

Þarf 15 marka sveiflu

Ungverjar eru í þriðja sæti með fjögur stig eins og Austurríkismenn. Svo kann að fara að Ungverjaland, Austurríki og Ísland verði jöfn að stigum á miðvikudaginn ef Ísland vinnur Austurríki og Ungverjaland tapar fyrir Frakklandi.

Þá ræðst þriðja sætið í riðlinum og þar með hvert liðanna leikur um 5. sæti á föstudaginn á markatölu í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Þar stendur Ísland höllum fæti. Ungverjar hafa sjö mörk í plús, Austurríki eitt mark og Ísland átta mörk í mínus. Sem segir að Íslandi þarf á 16 marka sigri að halda gegn Austurríki á miðvikudaginn til að ná þriðja sæti.

Fimm marka sigur

Ungverjar eru þegar komnir í forkeppni Ólympíuleikanna vegna árangurs á HM fyrir ári. Ísland þarf á fimm marka sigri að halda á Austurríki til þess að hafa sætaskipti verði liðin jöfn. Staðan er sú að Austurríki hefur eitt mark í plús en Ísland sjö í mínus úr leikjum liðanna þriggja. Með fimm marka sigri á Austurríki verður Ísland með tvö mörk í mínus og en Austurríki fjögur mörk í mínus. Þá fer íslenska liðið áfram.

Leiðir skildu í síðari hálfleik

Þjóðverjar gerðu út um leikinn í kvöld í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var jafn og forskot Þýskalands eitt mark að honum loknum, 18:17. Leiðir skildu í síðari hálfleik. Andreas Wolff átti stórleik í þýska markinu. Þá var ekki að sökum að spyrja. Sóknarleikurinn var allt annar og betri en gegn Austurríki.


Eftir viðureign Íslands og Króatíu og fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands unnu Frakkar lið Austurríkis, 33:28.

Austurríkismenn voru sterkir sem fyrr og gáfu Frökkum hörku leik þótt ekki hafi verið mikil spenna eftir þegar kom fram á síðustu mínúturnar. Þetta var fyrsta tap Austurríkismanna á EM að þessu sinni.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -