Þór steig stórt skref í átt að keppnisrétt í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð þegar liðið vann HBH, 36:28, í Vestmannaeyjum í kvöld í næst síðasta leik sínum á leiktíðinni í Grill 66-deild karla.
Þórsarar hafa þar með þriggja stiga forskot í efsta sæti á Selfoss sem á leik til góða. Ef Selfoss vinnur Val2 á Hlíðarenda á morgun verður Þór að leggja HK2 í lokaumferðinni 29. mars. nema Selfoss tapi þá á heimavelli gegn Fram2 22. mars.
Vegna þess að aðeins níu lið eru í Grill 66-deildinni í vetur þá situr eitt hjá í hverri umferð. Það kemur í hlut Selfyssinga að eiga ekki leik í 18. og síðustu umferð 29. mars.
Fyrr í vikunni mættust Þór og HBH í Höllinni á Akureyri. Þórsarar unnu stórsigur, 45:21. Þeir þurftu aðeins að hafa meira fyrir sigrinum í Eyjum í kvöld. Um var að ræða frestaðan leik úr sjöundu umferð sem ekki var hægt að leika á tilsettum tíma vegna veðurs.
Þór var þremur mörkum yfir í kvöld í Eyjum, 16:13. Norðanmenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda gegn ungu liði HBH.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk HBH: Elís Þór Aðalsteinsson 6, Ívar Bessi Viðarsson 6, Jón Ingi Elísson 4, Kristófer Ísak Bárðarson 4, Breki Þór Óðinsson 2, Egill Oddgeir Stefánsson 2, Adam Smári Sigfússon 1, Heimir Halldór Sigurjónsson 1, Jason Stefánsson 1, Ólafur Már Haraldsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 4.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 6, Garðar Már Jónsson 6, Halldór Kristinn Harðarson 6, Oddur Gretarsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 4, Hafþór Már Vignisson 2, Bjartur Már Guðmundsson 1, Leó Friðriksson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13.
Tölfræði HBritara.