- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þór er á ný í efsta sæti – Víkingur og Valur2 unnu einnig

Brynjar Hólm Grétarsson, Þór, skoraði 10 mörk í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Þór Akureyri endurheimti efsta sæti Grill 66-deildar karla í kvöld þegar liðið sótti tvö stig í heimsókn sinni í Kórinn þar sem leikið var við HK2. Lokatölur 37:29 fyrir Þórsliðið sem var tveimur mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks, 18:16.

Þór hefur þar með 12 stig að loknum sjö leikjum. Selfoss og Víkingur hafa einnig önglað saman 12 stigum hvort lið en í átta leikjum. Selfoss lék ekki í kvöld en það gerðu Víkingar. Þeir sóttu HBH heim til Eyja og unnu sannfærandi sigur, 37:26. HBH-piltar reka lestina í deildinni.


Valur2 fór vestur á Ísafjörð og lagði Hörð að velli, 29:26, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 14:13.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

HK2 – Þór 29:37 (16:18).
Mörk HK2: Örn Alexandersson 9, Felix Már Kjartansson 6, Kristófer Stefánsson 3, Elmar Franz Ólafsson 3, Mikael Máni Jónsson 3, Ingibert Snær Erlingsson 2, Hallgrímur Orri Pétursson 1, Styrmir Hugi Sigurðarson 1, Elías Ingi Gíslason 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 10, Patrekur Jónas Tómasson 1.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 10, Hafþór Már Vignisson 7, Þórður Tandri Ágústsson 5, Oddur Gretarsson 4, Aron Hólm Kristjánsson 3, Garðar Már Jónsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, Steinar Ingi Árnason 1.

HBH – Víkingur 26:37 (14:21).
Mörk HBH: Elís Þór Aðalsteinsson 11, Egill Oddgeir Stefánsson 4, Andri Magnússon 3, Kristófer Ísak Bárðarson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Jón Ingi Elísson 2.
Varin skot: Helgi Þór Adolfsson 8, Sigurmundur Gísli Unnarsson 3.
Mörk Víkings: Ásgeir Snær Vignisson 9, Þorfinnur Máni Björnsson 8, Igor Mrsulja 6, Sigurður Páll Matthíasson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Arnar Már Ásmundsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 1, Kristján Helgi Tómasson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 16.

Hörður – Valur2 26:29 (14:13).
Mörk Harðar: Daníel Wale Adeleye 5, Jose Esteves Neto 3, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Endijs Kusners 3, Kenya Kasahara 3, Jhonatan C. Santos 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Kei Anegayama 2, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 14.
Mörk Vals2: Hlynur Freyr Geirmundsson 5, Daníel Örn Guðmundsson 4, Daníel Montoro Montoro 3, Atli Hrafn Bernburg 3, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Gabríel Kvaran 2, Jóhannes Jóhannesson 2, Andri Finnsson 2, Loftur Ásmundsson 2, Knútur Gauti Kruger 1, Dagur Ármannsson 1, Bjarki Snorrason 1, Kovan Zeravan 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 10, Anton Máni Heldersson 1.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -