- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þór hefur tekið forystu

Sveinn Aron Sveinsson leikmaður Þórs á auðum sjó í fyrsta leiknum við Fjölni í umspilinu. Ljósmynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Þór tók forystuna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðið vann Fjölni, 29:27, í þriðju viðureign liðanna sem fram fór í Fjölnishöllinni. Þór hefur þar með unnið tvo leiki í röð en Fjölnir hafði betur í fyrstu viðureigninni. Fjórði leikur liðanna fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á mánudagskvöld. Liðið sem fyrr vinnur þrisvar sinnum tekur sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð ásamt ÍR.

Miklar sveiflur voru í leiknum í kvöld eins og í fyrstu viðureign liðanna í Fjölnishöllinni. Fjölnir byrjaði betur en Þór komst yfir þegar á leið fyrri hálfleik og var þremur yfir, 15:12, í hálfleik. Þórsarar skoruðu fyrsta markið síðari hálfleik. Fjölnir svaraði með fimm mörkum í röð og komst yfir, 17:16, og aftur 19:17.

Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis varði vel fram eftir síðari hálfleik og átti ekki síst þátt í að liðinu tókst að komast yfir og ná mest þriggja marka forskoti, 24:21, þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Eftir leikhlé lifnaði yfir Þórsurum sem svöruðu með fjórum mörkum í röð. Lokakaflinn var æsilega spennandi. Gæfan var með Þórsurum sem fögnuðu sigri.

Fjölnir lenti undir á í úrslitaeinvíginu við Víking fyrir ári og jafnaði metin. Svo gæti alveg eins orðið raunin að þessu sinni.

Mörk Fjölnis: Elvar Þór Ólafsson 8, Björgvin Páll Rúnarsson 8, Viktor Berg Grétarsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 1, Aron Breki Oddnýjarson 1, Bernhard Snær Petersen 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1, Dagur Logi Sigurðsson 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9, Sigurður Ingiberg Ólafsson 3.

Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 8, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 3, Þormar Sigurðsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15.

Handbolti.is var í Fjölnishöllinni og fylgdist með leiknum í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -