- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þór vann grannaslaginn – Sigurður tók fram skóna – Fjölnir tapaði stigi

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þór er efstur í Grill 66-deild karla af þeim liðum sem eiga möguleika að fara upp í Olísdeild í vor. Þórsarar læddust upp í annað sæti deildarinnar í gærkvöld þegar keppni hófst á nýjan leik eftir hlé síðan snemma í desember. Þórsarar lögðu granna sína í ungmennaliði KA, 35:31, í Höllinni á Akureyri, og er stig fyrir ofan Fjölnir sem gerði jafntefli við ungmennalið HK, 35:35, í Fjölnishöllinni.

Athygli vekur að markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson er mættur í slaginn með Fjölni. Hann hefur ekki leikið handknattleik síðan krossband slitnaði hjá honum vorið 2022.
Sigurður er þrautreyndur markvörður sem víða hefur komið við og var m.a. í Íslandsmeistaraliði Vals vorið 2017.

Ungmennalið Fram ber höfuð og herðar yfir önnur lið í Grill 66-deild karla um þessar mundir. Fram lagði ungmennalið Hauka í Úlfarsárdal í gær, 38:23. Framarar eru fimm stigum framan er Þórsarar en eiga ekki möguleika á að fara upp úr deildinni í vor þótt einhverjir af leikmönnum liðsins eigi þess kost.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Úrslit gærkvöldsins

Fjölnir – HK U 35:35 (16:18).
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Elvar Þór Ólafsson 7, Bernhard Snær Petersen 6, Alex Máni Oddnýjarson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Viktor Berg Grétarsson 3, Aron Breki Oddnýjarson 2, Tómas Bragi Starrason 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 7, Bergur Bjartmarsson 3
Mörk HK U: Marteinn Sverrir Bjarnason 6, Egill Már Hjartarson 6, Styrmir Máni Arnarsson 5, Ísak Óli Eggertsson 4, Arnór Róbertsson 4, Benedikt Þorsteinsson 4, Ari Sverrir Magnússon 2, Halldór Svan Svansson 2, Kári Tómas Hauksson 2.
Varin skot: Sigurður Jökull Ægisson 6.

Fram U – Haukar U 38:23 (17:10).
Mörk Fram U: Bjartur Már Guðmundsson 7, Eiður Rafn Valsson 5, Marel Baldvinsson 5, Felix Már Kjartansson 4, Benjamín Björnsson 3, Arnþór Sævarsson 3, Max Emil Stenlund 3, Dagur Árni Sigurjónsson 3, Sigurður Bjarki Jónsson 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Alex Unnar Hallgrímsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 15, Garpur Druzin Gylfason 6.
Mörk Hauka U: Kristófer Máni Jónasson 5, Ásgeir Bragi Þórðarson 4, Kristinn Pétursson 4, Páll Þór Kolbeins 2, Birkir Snær Steinsson 2, Jónas Eyjólfur Jónasson 2, Bjarki Már Ingvarsson 2, Magnús Gunnar Karlsson 1, Bóas Karlsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 13, Ari Dignus Maríuson 9.

Þór – KA U 35:31 (16:13).
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 9, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Sigurður Ringsted Sigurðsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Þormar Sigurðsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Garðar Már Jónsson 2, Friðrik Svavarsson 1.
Varin skot: Tómas Ingi Gunnarsson 24, Kristján Páll Steinsson 2.
Mörk KA U.: Arnór Ísak Haddsson 11, Dagur Árni Heimisson 7, Jónsteinn Helgi Þórsson 5, Logi Gautason 4, Magnús Dagur Jónatansson 2, Jóhann Bjarki Hauksson 1, Leó Friðrikssonm 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 11, Úlfar Örn Guðbjargarson 2.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -