- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir: Þolinmæði og hraði voru lykilatriði

Þórir Hergeirsson og leikmenn norska landsliðsins hafa unnið alla leikina á Ólympíuleikunum í Tókýó. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Þessi leikur snerist fyrst og fremst um þolinmæði,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, glaður í bragði við handbolta.is í morgun spurður um sigurleikinn á Króötum í milliriðlakeppni EM í Danmörku í gærkvöld.
Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þá skildu leiðir liðanna í síðari hálfleik og Noregur vann með 11 marka mun þegar upp var staðið, 36:25. Norðmenn skoruðu 21 mark í síðari hálfleik.

Með sigrinum tryggðu Þórir og leikmenn hans sér sæti í undanúrslitum keppninnar þótt einn leikur sé eftir í milliriðlum, gegn Ungverjum á þriðjudagskvöld. Noregur hefur unnið allar fimm viðureignir sínar á mótinu.

vissum að krótatíska liðið myndi aldrei fylgja okkar í hraða leikinn á enda


„Við gerðum smá áherslubreytingar á varnarleik okkar í hálfleik en fyrst og fremst snerist leikur okkar um þolinmæði og að halda uppi hraða leiksins. Við vissum að króatíska liðið myndi aldrei fylgja okkar í hraða leikinn á enda. Það kom á daginn,“ sagði Þórir og bætir við að það sé erfitt að leika við landslið eins og það króatíska. Ekki síst í ljósi þeirra stöðu sem króatíska liðið var í en það hafði ekki tapað leik á mótinu. Króatar hafi komið sjálfum sér og öðrum í opna skjöldu með frábærum árangri enda taplaust þegar kom að viðureigninni við norska landsliðið í gærkvöld í Sydbank Arena í Kolding. Króatar voru með fullan byr í seglum og þegar það hefur allt að vinna en engu að tapa getur andstæðingurinn verið afar hættulegur.

Taktískur og agaður leikur


„Króatíska liðið leikur afar taktískan og agaðan leik, gerir fá mistök. Þess vegna er ekki einfalt að brjóta það á bak aftur. Þá skiptir þolinmæðin miklu máli,“ sagði Þórir Hergeirsson þjálfari norska landsliðsins við handbolta.is í morgun

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -