- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þá er þetta loksins í höfn“

Viorel Bosca verður væntanlega með Þór í fyrsta sinn gegn ÍBV á laugardaginn.
- Auglýsing -

Nýliðar Þórs á Akureyri í Olísdeild karla í handknattleik hafa samið við Rúmenann Viorel Bosca um að leika með liðinu á keppnistímabilinu sem er nýhafið. Bosca er örvhent skytta, 22 ára gamall, 192 sentímetrar á hæð og sagður vera 92 kg. Þórsara hefur sárlega vantað örvhenta skyttu í tveimur fyrstu leikjum sínum í Olísdeildinni

Bosca hefur leikið með HC Baia Mare í heimalandi sínu og Hubo Initia Hasselt í Belgíu. Þess utan hefur Bosca spilað með yngri landsliðum Rúmeníu.  Viorel Bosca verður löglegur með Þór í fjórðu umferð þegar Þór tekur á móti ÍBV. Rúmenía er innan EES-svæðisins og þess vegna á að ganga greiðlega að fá leikheimild fyrir Bosca hér á landi. Þar með lenda Þórsarar ekki í sömu erfiðleikum og þeir lentu í með Serbann Vuc Perovic á dögunum.

„Þá er þetta loksins í höfn. Bosca kemur til landsins á morgun og fer beint í sóttkví á Akureyri annað kvöld. Gangi allt að óskum ætti hann að geta æft með okkur um miðja næstu viku. Allir pappírar eru í lagi og búið að skrifa undir þá,“ sagði Magnús Ingi Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs þegar handbolti.is heyrði í honum fyrir stundu. Magnús sagði Þórsara binda miklar vonir við þennan nýjasta liðsstyrk enda vantaði liðinu sárlega örvhentan leikmann.

„Við gerum okkur vonir um að Bosca verði gjaldgengur með okkur þegar við tökum á móti ÍBV í fjórðu umferð Olísdeildarinnar sunnudaginn 4. október,“ sagði Magnús Ingi ennfremur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -