- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar sendu Kórdrengi tómhenta suður

Arnór Þorri Þorsteinsson leikmaður Þórs á Akureyri. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Þórsarar á Akureyri létu ekki möguleikann á tveimur stigum sér úr greipum ganga í dag þegar þeir tóku á móti liði Kórdrengja í Höllinni á Akureyri í Grill 66-deild karla í handknattleik. Eftir erfiða byrjun á leiknum þá sneru Þórsarar bökum saman og unnu öruggan sigur, 31:22, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum 30 mínútna leik, 13:7.


Kórdregngir reka þar með áfram lestina í Grill 66-deildinni án stiga. Þór hefur önglað saman 12 stigum og situr áfram í 9. sæti

Staðan í Grill 66-deild karla og næstu leikir.

Eftir því sem segir á heimasíðu Þórs þá voru markverðir beggja liða í ham framan af viðureigninni í Höllinni. Kórdrengir skoruðu þrjú fyrstu mörkin en um leið og Þórsarar fundu leiðina með boltann framhjá Birki Fannari Bragasyni markverði Kórdrengja þá var svarað með fjórum mörkum í röð.


Þegar á leið fyrri hálfleik rann mesti móðurinn af Kórdrengjum. Þórsarar gengu á lagið og voru sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 13:7. Sunnanvindurinn var úr liði Kórdrengja í síðari hálfleik og Þór vann öruggan sigur, 31:22.


Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 8, Jonn Rói Tórfinnson 8, Jón Ólafur Þorsteinsson 4, Halldór Yngvi Jónsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 2, Andri Snær Jóhannsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Kristján Páll Steinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, Arnar Þór Fylkisson 4.
Mörk Kórdrengja: Egidijus Mikalonis 8, Tómas Helgi Wehmeier 5, Hrannar Máni Gestsson 3, Gunnar Ingi Eiríksson 2, Arne Karl Wehmeier 1, Bjarki Björgvinsson 1, Guðmundur Rögnvaldsson 1, Logi Aronsson 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 10, Viktor Bjarki Ómarsson 2.

Staðan í Grill 66-deild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -