- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórsarar spara hvorki blek né penna – 13 samningar

Stevce Alusovski er sagður vera hættur hjá Þór. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Penninn hefur svo sannarlega verið á lofti á skrifstofu handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri og blekið hefur síst verið sparað. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag að 13 leikmenn hafa skrifað undir samning við handknattleiksdeild Þórs síðustu daga.


Haft er eftir Helgu Lyngdal og Söru Viðarsdóttur í tilkynningu Þórs að fleiri leikmenn skrifi undir samninga á næstu dögum. Allt leikmenn sem ætla að taka slaginn með Þórsliðinu í Grill66-deildinni á komandi keppnistímabili undir stjórn Norður Makedóníumannsins Stevce Alusovski sem ráðinn var þjálfari í byrjun ágúst.


Alusovski hefur þegar tekið til óspilltra málanna við að búa lið Þórs undir átökin sem framundan eru.

Leikmennirnir þrettán eru: Aðalsteinn Ernir Bergþórsson, Arnar Þór Fylkisson, Arnór Þorri Þorsteinsson, Jón Ólafur Þorsteinsson, Tómas Ingi Gunnarsson, Andri Snær Jóhannsson, Viktor Jörvar Kristjánsson, Elvar Örn Jónsson, Finnur Salvar Geirsson, Ágúst Örn Vilbergsson, Kristján Páll Steinsson, Heimir Pálsson og Benedikt Línberg Kristjánsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -