- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó skaut bikarmeisturunum úr leik

Þorsteinn Leó Gunnarsson handknattleiksmaðurinn efnilegi hjá Aftureldingu. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó Gunnarsson tryggði Aftureldingu sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 29:28, gegn ríkjandi bikarmeisturum ÍBV að Varmá. Sigurmarkið skoraði Þorsteinn Leó rétt áður en leiktíminn var úti eftir að Afturelding hafði unnið boltann 14 sekúndum fyrir leikslok.

Afturelding leikur gegn Fjölni eða Mílunni í átta liða úrslitum en Fjölnir og Mílan mætast í 16-liða úrslitum annað kvöld.


Mikill hasar var á síðustu hálfri mínútunni. Afturelding glataði boltanum þegar innan við mínúta var til leiksloka. Eyjamenn geystust í sókn og tóku leikhlé. Boltinn var dæmdur af þeim vegna skrefs 14 sekúndum fyrir leikslok. Þá fékk Aftureldingarliðið færi til tryggja sér sigurinn og koma í veg fyrir framlengingu.


Eftir að Afturelding hafði haft frumkvæðið framan af jafnaðist leikurinn þegar á leið hálfleikinn. Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV, fór mikinn og reyndist Mosfellingum óþægur ljár í þúfu. Jafnt var í hálfleik, 15:15.
Afturelding náði þriggja marka forskoti um skeið um miðjan síðari hálfleik, 22:19. Eyjamenn gáfu ekkert eftir og jöfnuðu metin. Leikurinn var síðan hnífjafn til loka.


Mörk Aftureldingar:
Guðmundur Bragi Ástþórsson 7, Hamza Kablouti 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 6, Theodór Sigurbjörnsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Dánjal Ragnarsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Dagur Arnarsson 2, Sveinn José Rivera 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -