- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þráinn Orri verður um kyrrt

Þráinn Orri Jónsson tekur upp þráðinn með Haukum á nýjum ári eftir að hafa framlengt samning sinn við félagið. Mynd/J.L.Long

Línu- og varnarmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Þráinn Orri kom til Hauka fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið með Elverum í Noregi og Bjerringbro-Silkeborg í Danmörku um þriggja ára skeið. Áður en Þráinn Orri fór út á sínum tíma lék hann með Gróttu.


Þráinn var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum meðan að EM stóð yfir í janúar. Hann lék þrjá síðustu leiki íslenska liðsins í mótinu en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné snemma í viðureigninni við Noreg um fimmta sæti mótsins. Þráinn Orri vinnur hörðum höndum í endurhæfingu eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í vor. Reiknað er með að hann verði klár í slaginn með Haukum í febrúar.


„Það er mikið gleðiefni að Þráinn framlengi veru sína hjá Haukum og hlökkum við til að sjá hann í Haukatreyjunni að nýju,“ segir m.a. í tilkynningu frá Haukum sem send var út í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -