- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrennt stendur upp úr á landsliðsferli Arnórs Þórs

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði á HM í Egyptalandi í janúar 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Þegar ég líta til baka á ferilinn með landsliðinu þá stendur þrennt upp úr þrettán ára tímabil,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson handknattleiksmaður í samtali við handbolta.is þegar hann var spurður hvað væri eftirminnilegast frá ferli sínum með landsliðinu frá 2008 til 2021, alls 120 landsleikir.

Þórsararnir Arnór Þór Gunnarsson t.v. og Oddur Gretarsson voru með á HM fyrir tveimur árum. Mynd/Ívar


„Í fyrsta lagi er það að hafa fengið tækifæri til þess að leika með landsliðinu. Það er draumur margra að æfa handbolta að leika með landsliðinu og er síður en svo sjálfgefið.

Í öðru lagi stendur fyrsta stórmótið upp úr, HM 2013 og 5. sætið á EM í Danmörku 2014 sem var frábær árangur.

Að lokum vil ég nefna þann heiður sem mér af sýndur þegar ég bara fyrirliðabandið á síðasta stórmóti mínu, HM 2021. Þegar maður lítur til baka á þann lista manna sem hefur verið fyrirliði landsliðsins þá verður manni enn betur ljóst hversu mikill heiður það er að vera í þeim hópi. Ég er mjög stoltur af þeim mikla heiðri sem mér hlotnaðist að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta,“ sagði Arnór Þór.

Býr að góðum kynnum

„Til viðbótar þá býr maður að því að hafa leikið með og kynnst öllum samherjunum með landsliðinu. Bæði gullkynslóðinni og síðan þeim yngri sem núna eru að taka við stórum hlutverkum hjá landsliðinu.

Landsliðið er mjög eftirminnilegur hluti af mínum ferli, níu stórmót í röð. Það er slatti og alls ekki sjálfgefið að ná því,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson sem lék sinn síðasta landsleik gegn Noregi á HM 2021 í Kaíró. Hann var valinn til þátttöku í leikjum í undankeppni EM sem fram fóru í lok apríl og í byrjun maí 2021 en varð að draga sig út úr hópnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -