- Auglýsing -

Þrettándi deildarsigurinn hjá Ómari Inga og Gísla Þorgeiri

Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg unnu sinn leik í Evrópudeildinni í kvöld. Mynd/SC Magdeburg - Franzi Gora

Ekkert lát er sigurgöngu SC Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag vann liðið Lemgo, 29:25, á heimavelli eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Magdeburg hefur þar með fullt hús stiga eftir 13 leiki og er fjórum stigum á undan THW Kiel sem hefur leikið 14 sinnum.


Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg úr átta skotum, þar af var eitt markanna skorað úr vítakasti. Hann átti einnig fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin sín tvö úr fjórum skotum.

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk í tíu skotum fyrir Lemgo sem er í 10. sæti með 13 stig eftir 13 leiki. Tvö marka sinna skoraði Bjarki Már úr vítaköstum. Honum var einu sinni vísað af leikvelli og sömu sögu er að segja af Ómari Inga.

Elvar og Arnar aðsópsmiklir

Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í sex skotum átti tvær stoðsendingar fyrir Melsungen tapaði fyrir Wetzlar á útivelli, 31:28. Arnar Freyr Arnarsson nýtti sín þrjú skot í leiknum til að skora. Hann tók ennfremur þátt í varnarleiknum og var m.a. tvisvar vísað af leikvelli í tvær mínútur í hvort skipti.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Melsungen og átti eina stoðsendingu.

Janus Daði var ekki með

Janus Daði Smárason er ekki byrjaður að leika á ný með Göppingen eftir endurhæfingu vegna meiðsla í hægri öxl. Hann var þar af leiðandi ekki með liðinu í dag þegar það vann öruggan sigur á Erlangen, 34:25. á heimavelli.
Hannover-Burgdorf, þar sem Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari vann N-Lübbecke, 22:21, á heiamvelli.

Loks vann Kiel öruggan sigur á HSV Hamburg, 32:23, eftir að hafa verið níu mörkum yfir, 15:6, að loknum fyrri hálfleik. Danski markvörðurinn Niklas Landin var með 61% markvörslu í fyrri hálfleik og gerði hreinlega út um leikinn.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -