- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigur Hauka á HK

Ásta Björt Júlíusdóttir, Haukum, í skotstöðu. Hún skoraði 10 mörk í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar unnu HK í þriðja sinn í Olísdeild kvenna í handknattleik á leiktíðinni í kvöld er liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Að þessu sinni munaði átta mörkum á liðunum þegar upp var staðið, 28:20. Níu mörkum munaði að loknum fyrri hálfleik, 17:9.


Með sigrinum er ljóst að Haukar ætla sér að vera í baráttunni um sæti um heimleikajarétt í sex liða úrslitkeppninni í vor. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 15 leiki og hafa leikið fleiri leiki en öll önnur lið deildarinnar að Aftureldingu undanskilinni. Dagskrá Olísdeildarinnar er komin verulega úr skorðum eftir að mörgum leikjum hefur verið frestað síðustu vikur.


Viðureignin á Ásvöllum í kvöld varð aldrei jöfn. Haukar réðu lögum og lofum frá upphafi. Sóknarleikur liðsins gekk greiðlega. Eins var varnarleikurinn góður og Margrét Einarsdóttir stóð vaktina í markinu af árverkni, ekki síst í fyrri hálfleik þegar hún var með 43% hlutfallsmarkvörslu.


Margrét hefur tekið við keflinu af færeyska landsliðsmarkverðinum, Anniku Friðheim Petersen, sem hefur samið við félagslið á Norðurlöndunum eftir því sem næst verður komið. Opinber staðfesting hefur ekki verið gefin út ennþá.


Ásta Björt Júlíusdóttir reyndist leikmönnum HK erfið. Hún skorað 10 mörk með þrumufleygum, þar af fjögur úr vítaköstum. Birta Lind Jóhannsdóttir nýtti færi sín í vinstra horni afar vel. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fjögur mörk og skapaði sjö marktækifæri eins og Karen Helga Díönudóttir.

Sara Odden var ekki í leikmannahópi Hauka að þessu sinni.


Kórónuveiran hefur herjað á HK-liðið eftir áramótin og komið niður á mótstöðuafli liðsins. Það virtist ljóst að þessu sinni.


Mörk Hauka: Ásta Björt Júlíusdóttir 10/4, Birta Lind Jóhannsdóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 2.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12, 37,5%.

Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 4/2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 2/1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 11, 28,2%.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -