- Auglýsing -

Þriðji sigurinn hjá Jakobi

Jakob Lárusson tók við þjálfun kvennaliðs Kyndils í sumar og á góðu gengi að fagna. Mynd/Facebook

Jakob Lárusson er með lið sitt, Kyndil, í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna i Færeyjum eftir þriðja sigur liðsins í deildinni í dag. Kyndill lagði þar Stjørnuna í KÍ-høllinni í Klaksvík með 10 marka mun, 33:23. Fimm marka munur var á liðunum þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 14:9. 


Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 20 mörk fyrir Kyndil. 

H71 og Kyndill eru taplaus eftir þrjár umferðir. 

Jakob tók við þjálfun Kyndilsliðsins fyrir leiktíðina. 

EB, liðið sem Kristinn Guðmundsson þjálfar, tapaði í gær fyrir VB, 25:18, á heimavelli í gær í úrvalsdeild kvenna. EB er án stiga eftir þrjá leiki. 


Egill Már Hjartarson og Victor Máni Matthíasson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir StÍF þegar liðið tapaði naumlega, 30:29, fyrir VÍF frá Vestmanna í Høllinni á Skála í gær í úrvalsdeild karla í Færeyjum.

StÍF var með þriggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:12.  Heimamenn voru marki yfir, 27:26, þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka. Þá tókst leikmönnum VÍF að skora fjögur mörk í röð sem dugði þeim til sigurs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -