- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn í röð hjá Rúnari

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson hefur svo sannarlega komið með ferska vinda inn í lið Leipzig eftir að hann tók við þjálfuninni fyrir 11 dögum. Liðið hefur ekki tapað stigi síðan og vann sinn þriðja leik í röð í kvöld í heimsókn til Stuttgart, 33:26, eftir að hafa einnig verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11.


Leipzig sem var í fallsæti þegar Rúnar stökk um borð á dögunum er nú komið í 11. sæti með 10 stig og ljóst að Rúnar hefur töfrað eitt og annað upp úr hattinum á síðustu dögum.


Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig á gamla heimavellinum í dag. Eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Einnig gaf Viggó tvær stoðsendingar.


Leipzigliðið lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -