- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji titillinn í húsi hjá Janusi og Sigvalda

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik er orðinn leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kolstad, liðið sem Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, vann í kvöld úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Kolstad vann meistara síðasta árs, Elverum, 29:27, í fjórða úrslitaleik liðanna að viðstöddu troðfullri keppninishöllinni í Elverum, Terningen Arena.

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og fyrirliði norska meistaraliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Kolstad vann þar með allt sem hægt er að vinna í norskum handknattleik á leiktíðinni, deildina, bikarkeppnina og úrslitakeppnina, allt í fyrsta skipti í sögu sinni. Reikna má með að yfirburðir Kolstad verði ekki minni á næstu leiktíð en von er á fleiri sterkum leikmönnum til liðsins í sumar.

Elverum, sem var marki yfir í hálfleik í kvöld, 16:15, vann einn leik í úrslitaeinvíginu við Kolstad. Orri Freyr Þorkelsson tók þátt í sínum síðasta leik fyrir Elverum eftir tveggja ára veru. Hann skoraði ekki mark að þessu sinni.

Janus Daði skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld og Sigvaldi Björn þrjú, þar af eitt úr vítakasti. Janus Daði átti sjö stoðsendingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -