- Auglýsing -
U16 ára landslið Íslands vann landslið Færeyja í sama aldursflokki með þriggja marka mun í viðureign liðanna á Opna Evrópumótinu í handknattleik í Gautaborg í morgun, 22:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11.
Þetta var sjötti leikur íslenska liðsins á mótinu. Liðið á einn leik eftir, gegn Finnum í fyrramálið.
Fyrri hálfleikur var jafn og skemmtilegur og einkenndist af mikilli báráttu hjá báðum liðum. Það var ljóst að liðin ætluðu að leggja allt í sölurnar.
Síðari hálfleikur var einnig jafn og spennandi en íslensku stelpurnar voru staðráðnar í að gefa ekkert eftir og héldu forustunni til enda. Lokatölur, 22:19.
Þess má geta að Kristinn Guðmundsson þjálfar færeyska liðið.
Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 11, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 12, 39%.
- Auglýsing -