- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír af 21 hafa aldrei farið á stórmót með landsliðinu

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC-Aix
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið 21 leikmann til þess að taka þátt í næstu leikjum landsliðsins í handknattleik sem eru tveir leikir við Portúgal í undankeppni EM 6. og 10. janúar og heimsmeistaramótið sem haldið verður í Egyptlandi 13. til 31. janúar. Guðmundur Þórður sagði þegar hann tilkynnti um hóp sinn að hann reiknaði með að fara með 20 leikmenn á HM í Egyptalandi.

Af 21 leikmanni hafa þrír ekki tekið þátt í stórmóti með A-landsliðinu áður. Þeir eru Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach, Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, og Magnús Óli Magnússon, Val.

Elliði Snær Viðarsson hefur tekið miklum framförum eftir að hann gekk til liðs við Gummersbach í sumar að sögn Guðmundar Þórðar landsliðsþjálfara. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach

Fjórtán af 21 leikmanni var í landsliðinu sem tók lék fyrir Íslands hönd á EM í Svíþjóð í upphafi þessa árs.

Þrír leikmenn leika með íslenskum félagsliðum. Björgvin Páll Gústavsson með Haukum, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV og Magnús Óli hjá Val. Guðmundur sagði að sú staðreynd að handknattleiksmenn hér á landi hefði lítið sem ekkert mátt æfa eðlilega síðustu mánuði hefði að einhverju leyti hafi áhrif á val sitt á landsliðshópnum.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 31/0
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 230/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 18/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 71/165
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 18/31
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Barcelona 149/579
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 123/230
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern 35/92
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 24/32
Janus Daði Smárason, Göppingen 46/66
Hægri skyttur:
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 181/719
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 7/13
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 47/129
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 11/21
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 114/332
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 28/52
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 52/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 6/4
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 145/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 42/20

Undankeppni EM 2022
Portúgal – Ísland miðvikudaginn 6. janúar kl. 19.30,
Leikið verður í Matosinhos í nágrenni Porto.
Ísland – Portúgal, sunnudaginn 10. janúar k. 16.
Leikið verður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði.
HM í Egyptalandi
Ísland – Portúgal, fimmtudaginn 14. janúar kl. 19.30.
Ísland – Alsír, laugardaginn 16. janúar kl. 19.30.
Ísland – Marokkó, mánudaginn 18. janúar kl. 19.30.
Milliriðlakeppni HM hefst miðvikudaginn 20. janúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -