- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír frá Íslandi og 500 áhorfendur leyfðir í Þórshöfn

Allan Nordberg, leikmaður KA og færeyska landsliðsins. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrír færeyskir handknattleiksmenn sem leika hér á landi eru í 17 manna landsliðshópi sem valinn var í gær og tekur þátt í þremur síðustu leikjum Færeyinga í undankeppni Evrópumótsins dagana 28. og 30. apríl og 2. maí.

Um er að ræða Nicholas Satchwell og Allan Norðberg hjá KA og Framarann Vilhelm Poulsen. Rögvi Dal Christiansen, línumaður, var í færeyska landsliðinu í mars en verður ekki með að þessu sinni. KA-maðurinn Áki Egilsnes hefur ekki tekið þátt í undanförnum leikjum landsliðsins.

Viðbúið er að fjarvera Færeyinganna þriggja hafi áhrif röðun leikja í Olísdeildinni því þeir munu í fyrsta lagi geta leikið með félagsliðum sínum, KA og Fram, fyrr en í fyrsta lagi 9. maí.


Færeyingar mæta Rússum í Moskvu 28. apríl. Þeir taka á móti Tékkum í Þórshöfn tveimur dögum og síðar og fá Rússa í heimsókn 2. maí.
Heimaleikir Færeyinga verða í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn en undanþága fékkst til að leika þar á tímum kórónuveirunnar.


Athygli vekur að heimilt verður að selja 500 manns aðgang að hvorum leik í Höllinni á Hálsi. Engin smit kórónuveiru hafa greinst í Færeyjum frá lokum janúar. Þegar Færeyingar mættu Úkraínumönnum í Þórshöfn í mars var 300 áhorfendum seldur aðgangur að leiknum.


Færeyski hópurinn sem valinn var í gær er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Nicholas Satchwell, KA Akureyri.
Tórður Skorheim Guttesen, Kyndil.
Rói Berg Hansen, HØJ.
Sjúrður Olsen, VÍF.
Brandur Halgirson, Ajax København.

Jónas Gunnarson Djurhuus, Viking Stavanger.
Filip Jojic, VÍF.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, IK Sävehof
Kjartan Johansen, Viking Stavanger.
Peter Krogh, H71.

Vilhelm Poulsen, Fram
Allan Norðberg, KA Akureyri.
Hákun West av Teigum, Skanderborg Håndbold.
Pætur Mikkjalson, SUS Nyborg
Rókur Akralíð, HEI Skæring.

Teis Horn Rasmussen, TM Tønder.
Pætur Thomsen, H71.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -