- Auglýsing -

Þrír hafa rofið 100 marka múrinn

Vilhelm Poulsen t.v. í leik með Fram á síðasta keppnistímabili. Hann leikur nú með Lemvig. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Framarinn og Færeyingurinn Vilhelm Poulsen er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla með 122 mörk í 17 leikjum eða 7,17 mörk að jafnaði í leik. Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, er næstur með 116 mörk en hefur leikið einum leik færra. Hann hefur skorað lítillega fleiri mörk að meðaltali í leik, eða 7,25.


Ásbjörn Friðriksson er í þriðja sæti með 108 mörk í 16 leikjum, 6,75 mörk í hverjum leik. Þremenningarnir eru þeir einu sem rofið hafa 100 marka múrinn til þessa.


Keppni hefst á nýjan leik í Olísdeild karla á morgun þegar leikin verður heil umferð, sú átjánda. Eftir það rekur hver leikurinn annan en stefnt er á að leikir lokaumferðarinnar fari fram sunnudaginn 10. apríl. Ómögulegt er að spá fyrir hvaða lið hreppir deildarmeistaratitilinn en efstu liðin eru hnífjöfn og þar sem fimm umferðir eru eftir eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

NafnFélagMörk/vítiL.fj.
Vilhelm PoulsenFram122/2717
Óðinn Þór RíkharðssonKA116/3516
Ásbjörn FriðrikssonFH108/4116
Birgir Steinn JónssonGróttu97/117
Leó Snær PéturssonStjörnunni96/5317
Rúnar KárasonÍBV88/015
Guðmundur Bragi ÁstþórssonAfture./Haukum85/2017
Jóhannes Berg AndrasonVíkingi81/617
Hafþór Már VignissonStjörnunni80/016
Andri Þór HelgasonGróttu78/3817
Einar SverrissonSelfossi78/3116
Árni Bragi EyjólfssonAftureldingu76/1114
Þorsteinn Gauti HjálmarssonFram73/016
Einar Bragi AðalsteinssonHK72/812
Hjörtur Ingi HalldórssonHK71/117
Benedikt Gunnar ÓskarssonVal70/2617
Arnór Snær ÓskarssonVal69/1217
Jóhann Reynir GunnlaugssonVíkingi69/2317
Ólafur Brim StefánssonGróttu68/017
Björgvin Þór HólmgeirssonStjörnunni67/012
Brynjólfur Snær BrynjólfssonHaukum67/2815
Einar Rafn EiðssonKA66/1214
Kári Kristján KristjánssonÍBV66/1316
Egill MagnússonFH64/016
Þorsteinn Leó GunnarssonAftureldingu64/017

Ítarlega tölfræði allra leikmanna í Olísdeildum karla og kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -