- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír íslenskir handboltaþjálfarar verða á Ólympíuleikunum í París

Þórir Hergeirsson sigursælasti landsliðsþjálfari handknattleikssögunnar er sextugur í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í sumar þótt hvorki karla- né kvennalandslið Íslands verði á meðal þátttakenda. Á leikunum sem fram fóru í Tókýó stýrðu fjórir þjálfarar frá Íslandi liðum í handknattleikskeppni leikanna.

Alfreð Gíslason fer með þýska karlalandsliðið á Ólympíuleikana í sumar. Þetta verða aðrir leikarnir í röð sem Þjóðverjar tefla fram landsliði sínu í karlaflokki á leikunum undir stjórn Alfreðs og þeir þriðju í röð með íslenskum þjálfara. Dagur Sigurðsson var þjálfari þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar Þjóðverjar hrepptu bronsverðlaun.

Dagur Sigurðsson verður í sumar við stjórnvölin hjá króatíska landsliðinu í karlaflokki á leikunum. Hann var með japanska landsliðið á heimavelli á leikunum 2021 og Þjóðverja í Ríó fimm árum áður. Áður en króatíska landsliðið tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleiknum í París í sumar hafði Dagur stýrt japanska landsliðinu til sigurs í forkeppni Asíu fyrir leikana í október á síðasta ári.

Leikmenn Íslands

Alfreð og Dagur eiga það m.a. sameiginlegt að hafa leikið fyrir íslenska landsliðið á Ólympíuleikum. Alfreð var leikmaður íslenska landsliðsins á leikunum 1984 í Los Angeles og fjórum árum síðar í Seúl. Dagur var leikmaður íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

Ein gullverðlaun

Þriðji íslenska þjálfarinn sem mætir með landslið sitt til leiks í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson og sá eini af þeim sem stýrt hefur landsliðinu til sigurs á Ólympíuleikum. Þórir er þjálfari ríkjandi Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki.

Sjöttu leikar Þóris

Þetta verða fjórðu Ólympíuleikarnir sem Þórir tekur þátt í sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins. Auk þess var hann aðstoðarmaður Marit Breivik landsliðsþjálfara á leikunum 2004 og 2008. Norska landsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 2012 undir stjórn Þóris. Liðið hlaut bronsverðlaun 2016 og 2021.

Sá fjórði

Fjórði íslenski handknattleiksþjálfarinn sem var með á síðustu Ólympíuleikum en verður að óbreyttu ekki með í sumar er Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein. Barein tókst ekki að vinna sér inn þátttökurétt á leikunum að þessu sinni.

Fyrri hluti handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar fer fram í París en síðari helmingurinn verður leikinn í Lille.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -