- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrír töpuðu með einu marki – Evrópudeildin, úrslit og staðan

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir TBV Lemgo í kvöld þegar liðið tapaði naumlega á heimavelli fyrir Benfica í 1. umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik, 30:29, á heimavelli. Lemgo var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í franska liðinu PAUC hófu riðlakeppnina einnig á 30:29 tapi á heimavelli fyrir Nexe frá Króatíu en liðin leika í C-riðli. Donni var markahæstur hjá PAUC með sjö mörk. Nexe var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.


Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, tapaði einnig með eins marks mun, 29:28, á útivelli fyrir Sporting Lissabon í D-riðli.
Fyrr í kvöld vann Magdeburg lið Gorenje Velenje, 31:27, í Slóveníu í leik liðanna í C-riðli. GOG vann Medvedi í Moskvu, 39:32. Nánar er sagt hjá leikjunum hér.

Úrslit og staðan í Evrópudeildinni


A-riðill:
Füchse Berlin – Toulouse 32:30.
Pfadi Winterthur – Wisla Plock 23:35.
Tatran Presov – Bidasoa Irun 27:25.

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
Medvedi – GOG 32:39.
Cocks – Nantes 28:40.
Lemgo – Benfica 29:30.

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Gorenje Velenje – Magdeburg 27:31.
Sävehof – La Rioja 43:31.
PAUC – Nexe 29:30.

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
AEK Aþena – Tatabanya 34:26.
Eurofarim Pelister – Nimes 21:26.
Sporting – Kadetten 29:28.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -