- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú af fjórum liðum úrslitahelgarinnar eru saman í riðli

Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í vor. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þrjú af liðunum fjórum sem léku til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla, Barcelona, Aalborg og SC Magdeburg drógust saman í riðil Meistaradeildar Evrópu á næsta keppnistímabili þegar dregið var í Vínarborg í gær. Fjórða liðið sem var í úrslitahelginni, THW Kiel, öðlaðist ekki þátttökurétt að þessu sinni.

Óvenju margir Íslendingar verða þátttakendur í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki á næsta keppnistímbili. Eins og sakir standa verða þeir ekki færri en 13 leikmenn og þjálfarar.

Fredericia HK: Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson.
Kolstad: Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson.
SC Magdeburg: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon.
Pick Szeged: Janus Daði Smárason.
Industria Kielce: Haukur Þrastarson.
Veszprém: Bjarki Már Elísson.
Wisla Plock: Viktor Gísli Hallgrímsson.
Sporting: Orri Freyr Þorkelsson.

Riðlaskipting

A-riðill:
Orlen Wisla Plock (Póllandi).
Veszprém HC (Ungverjaland).
Paris Saint-Germain Handball (Frakklandi).
Fredericia Håndboldklub (Danmörku).
Füchse Berlin (Þýskalandi).
Sporting CP (Portúgal).
Dinamo Bucuresti (Rúmeníu).
HC Eurofarm Pelister (Norður Makedóníu).

B-riðill:
Aalborg Håndbold (Danmörku).
SC Magdeburg (Þýskalandi).
Barcelona (Spáni).
Industria Kielce (Póllandi).
OTP Bank – Pick Szeged (Ungverjalandi).
HBC Nantes (Frakklandi).
HC Zagreb (Króatíu).
Kolstad Håndball (Noregi).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -