- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Þú ert goðsögn“

Mynd/EHV Aue

Síðasti heimaleikur EHV Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar var á sunnudaginn þegar Aue vann Lübeck-Schwartau 34:26. Á laugardaginn leikur Aue sinn síðasta leik undir stjórn Akureyringsins þegar Aue sækir Fürstenfeldbruck heim. Af þessu tilefni er Rúnar kvaddur með virktum á Facebook-síðu EHV Aue og þakkað kærlega fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið og hvernig hann hefur gert það.

„Þú ert goðsögn,“ segir m.a. í yfirlýsingu frá félaginu en Rúnar tók tímabundið við þjálfun liðsins með engum fyrirvara í byrjun desember þegar þjálfarinn Stephan Swat lá á milli heims og helju á gjörgæslu eftir að hafa veikst af kórónuveirunni.


Rúnar tók við liðinu með nánast engum fyrirvara og leikmannahópi sem hafði meira og minna verið veikur af veirunni vikurnar á undan þótt enginn hafi orðið jafn harkalega fyrir barðinu og Swat þjálfari.


Rúnar er sagður sannur vinur félagsins og er honum og fjölskyldunni óskað velfarnaðar og góðrar heilsu um ókomin ár.

Á árunum 2012 til 2016 þjálfaði Rúnar lið EHV Aue.

Hér hlekkur á frétt um kveðjuleikinn og stutt viðtal við Rúnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -