- Auglýsing -
- Auglýsing -

Til stendur að fjölga í lokakeppni EM yngri liða

Mynd/EHF

Talsverðar líkur eru á að keppnisliðum verði fjölgað úr 16 í 24 í lokakeppni Evrópumóta yngri landsliða karla og kvenna frá og með mótunum sem fram eiga að fara eftir tvö ár. Þetta var eitt þeirra mála sem rædd voru á fundi framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu í Ljubljana í Slóveníu í fyrradag. Greint er frá þessu m.a. í frétt frá fundinum á heimasíðu EHF.


Þar segir ennfremur að ákvörðun af eða á um fjölgun verði tekin á næsta fundi framkvæmdastjórnar sem fram fer í júní. Taldar eru meiri en minni líkur á að af þessari breytingu verði.


Keppnislið hafa verið 24 í lokakeppni EM karla í flokki fullorðinna frá 2020 og frá og með EM kvenna 2024 verða einnig 24 lið á EM kvenna.


Íslensku U18 og U20 ára landslið karla taka þátt í lokakeppni EM í sumar. Yngra liðið leikur í Podgorica í Svartfjallalandi og en það eldra í Porto í Portúgal.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -