- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tileinkuðu sigurinn nýjum meðlimi Gróttufjölskyldunnar

Rut Bernódusdóttir leikmaður Gróttu að skora eitt fjögurra marka sinn gegn Fjölni/Fylki í gærkvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta treysti stöðu sína í fjórða sæti Grill 66-deildar kvenna með öruggum sigri á Fylki/Fjölni, 30:19, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Heimaliðið var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:10.


Grótta hóf leikinn af krafti og náði yfirhöndinni snemma leiks og lét hana ekki af hendi þó Fylkir/Fjölnir hafi gert gott áhlaup og tekist um miðbik fyrri hálfleiks að minnka muninn niður í tvo mörk.


Fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks hélst að mestu fjögurra marka munur á liðunum. Síðasti stundarfjórðungur leiksins var eign Gróttu sem jafnt og þétt jók muninn leikinn á enda.


„Þetta var góður iðnaðarliðssigur þar sem allir leikmenn Gróttu lögðu sitt af mörkum og markaskor dreifðist vel. Liðið spilaði nokkuð þéttan varnarleik og Soffía [Steingrímsdóttir] varði jafnt og þétt allan leikinn,“ segir í tilkynningu frá Gróttu. Þar segir ennfremur að sigurinn hafi verið tileinkaður nýjasta meðlimi Gróttufjölskyldunnar, syni Davíðs Arnar Hlöðverssonar aðstoðarþjálfara liðsins og Arndísar Maríu Erlingsdóttur, fyrrverandi leikmanns. Drengurinn kom í heiminn í gær.


Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 8, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 5, Rut Bernódusdóttur 4, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 3, Anna Lára Davíðsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1, Helga Guðrún Sigurðardóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Kolbrún Anna Garðarsdóttir 6, Sara Björg Davíðsdóttir 3, María Ósk Jónsdóttir 2, Azra Cosic 1, Elísabet Tinna Kjartansdóttir 1, Ada Kozicka 1, Svala Rún Þórisdóttir 1, Ósk Hind Ómarsdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -