- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri – þungt högg fyrir Magdeburg

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Keppnistímabilinu er lokið hjá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni leikstjórnanda þýska meistaraliðsins SC Magdeburg og landsliðsmanni. Komið er í ljós að meiðslin sem hann varð fyrir í viðureign SC Magdeburg og Wisla Plock í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í fyrrakvöld eru það alvarleg að Gísli Þorgeir leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni sem stendur yfir.

Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í leiknum og var studdur af leikvelli. SC Margdeburg segir frá því í tilkynningu í morgun að í ljós hafi komið að bein sé brotið í ökklanum. Af þeirri ástæðu leiki Gísli Þorgeir ekki fleiri leiki með liðinu á tímabilinu.

Um sé að ræða þungt högg fyrir lið félagsins enda er Gísli Þorgeir einn allra besti handknattleiksmaður Evrópu um þessar mundir og hefur farið með himinskautum á tímabilinu.

Langur sjúkralisti á lokasprettinum

Auk Gísla Þorgeirs eru Ómar Ingi Magnússon, Philipp Weber, Oscar Bergendahl og Magnus Saugstrup meiddir og fjarverandi.

SC Magdeburg á eftir síðari leikinn í átta liða úrslitum við Wisla Plock á heimavelli í næstu viku. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 22:22. Eins er liðið í harðri barátti við THW Kiel og Füchse Berlin um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn með 47 stig hvert þegar fimm umferðir eru eftir. Reyndar á Kiel sex leiki eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -