Tinna Sigurrós Traustadóttir leikmaður Selfoss sópaði til sín verðlaunum fyrir frammistöðuna í Grill66-deild kvenna á nýliðinni leiktíð á verðlaunahófi Grill 66 deildar karla og kvenna sem haldið var í Minigarðinum í hádeginu. Hún hlaut þrenn verðlaun. Nafn hennar og liðsfélagi Tinna Soffía Traustadóttir, hlaut ein verðlaun auk þess semm þjálfari Selfoss var valinn þjálfari ársins.
Tinna Sigurrós var í sigurliði deildarinnar, Selfossi, sem leikur í Olísdeild á næsta keppnistímabili.
Meiri dreifing var á viðurkenningum til þátttakenda í Grill66-deild karla. ÍR-ingurinn Kristján Orri Jóhannsson var valinn besti leikmaður deildarinnar og Carlos Martin Santos hreppti hnossið í vali á þjálfara ársins. Undir stjórn Santos vann Hörður deildina og leikur í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili í fyrsta sinn í sögu sinni.
Verðlaunahafar í Grill66-deildunum eru eftirtaldir
Grill 66 deild karla:
- Þjálfari ársins: Carlos Martin Santos – Hörður.
- Besti leikmaður: Kristján Orri Jóhannsson – ÍR.
- Besti varnarmaður: Andri Heimir Friðriksson – ÍR.
- Besti sóknarmaður: Tryggvi Garðar Jónsson – Valur U.
- Besti markmaður: Sigurður Ingiberg Ólafsson – ÍR.
- Efnilegasti leikmaðurinn: Tryggvi Garðar Jónsson – Valur U.
Grill 66 deild kvenna:
- Þjálfari ársins: Svavar Vignisson – Selfoss.
- Besti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.
- Besti varnarmaður: Tinna Soffía Traustadóttir – Selfoss.
- Besti sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.
- Besti markmaður: Ísabella Schöbel Björnsdóttir – ÍR.
- Efnilegasti leikmaðurinn: Tinna Sigurrós Traustadóttir – Selfoss.
- Auglýsing -