- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu leikjum lokið en tíu eru framundan

Arnór Þór Gunnarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

Tíu viðureignir eru að baki í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik en leikið var í gær og í fyrradag. Framundan eru tíu leikir til viðbótar á laugardag og sunnudag. Íslenska landsliðið leikur ekki um helgina, ekki frekar en mörg önnur landslið en dagskrá undankeppninnar er verulega komin úr skorðum. M.a. hafa engir leikir farið fram í einum undanriðlanna átta og alls 12 leikjum verið slegið á frest um óákveðinn tíma nú þegar kórónuveirufaraldurinn fer sem eldur í sinu.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit í þeim leikjum sem eru að baki, stöðuna í riðlunum og næstu leiki sem fram fara á morgun og á sunnudag.

1.riðill:

Öllum leikjum var frestað. Í riðlinum eru Belgía, Frakklandi, Grikkland og Serbía

2.riðill:

Austurríki – Eistland 31:28
Þýskaland – Bosnía 25:21
Bosnía – Austurríki, sunnudagur
Eistland – Þýskaland, sunnudagur

Staðan: Austurríki 2(1), Þýskaland 2(1), Eistland 0(1), Bosnía 0(1).
Alfreð Gíslason þjálfar landslið Þýskalands.

3.riðill:

Úkraína – Rússland 27:27
Rússland – Úkraína, laugardagur
Báðar viðureignir Úkraínumanna og Rússa fara fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi.
Tveimur viðureignum Færeyinga og Tékka var frestað.

Staðan: Úkraína 1(1), Rússland 1(1), Færeyjar 0(0), Tékkland 0(0).

4.riðill:

Portúgal – Ísrael 31:22

Ísland – Litháen 36:20

Litháen – Portúgal, sunnudagur

Staðan: Ísland 2(1), Portúgal 2(1), Ísrael 0(1), Litháen 0(1)

5.riðill:

Holland – Tyrkland 27:26
Tyrkland – Slóvenía, sunnudagur

Staðan: Holland 2(1), Pólland 0(0), Slóvenía 0(0), Tyrkland 0(1).
Erlingur Richardsson þjálfar landslið Hollands.

6.riðill:

Ítaía og Noregur mætast á laugardag. Þremur leikjum var frestað. Einnig eru í riðlinum landslið Lettlands og Hvíta-Rússlands.

7.riðill:

Norður-Makedónía – Finnland 33:24
Danmörk – Sviss 31:26
Sviss – Norður-Makedónía, laugardagur
Finnland – Danmörk, laugardagur

Staðan: Norður-Makedónía 2 (1), Danmörk 2(1), Sviss 0(1), Finnland 0(1).

8.riðill:

Svartfjalland – Kósóvó 32:25
Svíþjóð – Rúmenía 33:30
Rúmenía – Svartfjallaland, sunnudagur
Kósóvó – Svíþjóð, sunnudagur

Staðan: Svartfjallaland 2(1), Svíþjóð 2(1), Rúmenía 0(1), Kósóvó 0(1).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -