- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu lið frá EM bíða íslenska landsliðsins í HM-umspili

Á laugardaginn kemur í ljós hverjum íslenska landsliðinu mætir í apríl í umspili um sæti á HM á næsta ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir að milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lauk í gærkvöld liggur fyrir hvaða liðum íslenska landsliðið getur dregist á móti í umspili fyrir heimsmeistaramót kvenna sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næsta ári.


Dregið verður Ljubljana á laugardaginn en leikirnir fara fram í apríl og tryggir samanlagður sigurvegari í tveimur leikjum, heima og að heiman, sér sæti á HM.


Andstæðingur íslenska landsliðsins verður eitthvert af neðangreindum landsliðum:

Króatía, Norður Makedónía, Pólland, Rúmenía, Serbía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Ungverjaland, og Þýskaland.


Í neðri flokknum verða landslið eftirtalinna þjóða: Austurríki, Bosnía, Ísland, Ítalía, Kósovó, Portúgal, Slóvakía, Tékkland, Tyrkland og Úkraína. Níu liðanna unnu einvígi sín í forkeppni HM í byrjun þessa mánaðar en Tékkland sat hjá.


Ísland mætti Slóveníu í tveimur leikjum í umspili fyrir HM á Spáni og beið lægri hlut samanlagt í tveimur leikjum, 45:35.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -