- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu marka sigur án Arons

Felix Claar leikmaður Aalborg t.v. sækir að varnarmanni Zagreb í leiknum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold hefur keppni í Meistaradeild Evrópu af miklum krafti. Í kvöld kjöldrógu dönsku meistararnir þá króatísku í PPD Zagreb í Zagreb og unnu með tíu marka mun, 34:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14.


Aalborg-liðið lék án Arons Pálmarssonar sem er meiddur og verður frá keppni eitthvað fram yfir næstu mánaðarmót. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Aalborg, var að vanda með liðinu í Zagreb sem aldrei hefur tapað með meiri mun á heimavelli í Evrópukeppni fyrir liði frá Norðurlöndunum.


Zagreb-liðið virðist heillum horfið í Meistaradeild Evrópu en liðið vann síðast leik í keppninni í febrúar 2020.


Sebastian Barthold átti stórleik og skoraði níu mörk fyrir Aalborg og þeir Nikolaj Læsø Christensen og Jesper Nielsen skoruðu fjögur mörk hvor. Mikael Aggefors, markvörður danska liðsins var einnig eins og klettur í markinu.

David Mandic og Luka Klarica skoruðu fimm mörk hvor fyrir Zagreb-liðið.


Fyrr í dag voru þrír leikir á dagskrá í Meistaradeildinni þar sem tveir íslenskir handknattleiksmenn voru í sviðsljósinu, annar í Noregi en hinn í Frakklandi. Fjallað erum þá í greininni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -