- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Arnars Birkis varð að taka pokann sinn

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsmenn sænska úrvalsdeildarliðsins Amo fengu í dag nýjan þjálfara eftir að hinn kjaftagleiði Andreas Stockenberg var látinn taka pokann sinn í morgunsárið.

Eftir fjóra sigurleiki og eitt jafntefli í upphafi deildarkeppninnar í haust hafa nýliðar Amo tapað sex leikjum í röð í deildinni. Síðast tapaði Amo fyrir Lugi í gær. Tapið var kornið sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Amo sem sjá lið sitt í frjálsu falli.

Það var engin huggun fyrir forráðamenn Amo þótt liðið sé komið í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar undir stjórn Stockenberg. Rétt þótti að breyta til og freista þess að fá annan þjálfara með von um að honum takist að stilla kúrsinn.


Stockenberg, sem hefur oft vaðið á súðum á X, áður Twitter, og þótti fyrir vikið æði svalur, var með samning við Amo til loka leiktíðar. Hann hafði hinsvegar ekki réttu svörin þegar hallaði undan fæti á leikvellinum og verður að súpa af því seyðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -