- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tókst að forðast fall

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Elí Björgvinsson og samherjar hans í KIF Kolding tókst að tryggja áframhaldandi veru liðsins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik með eins marks sigri á Holstebro, 29:28, á heimavelli í dag. Kolding komst þar með í 12. sæti upp úr því fjórtánda en liðin í fjórtánda og fimmtánda sæti, Ringsted og Skive, falla í 1. deild.


Kolding er með 19 stig eins og Holstebro og Ringsted en tvö fyrrnefndu liðin sleppa fyrir horn.


Ágúst Elí stóð í marki Kolding hluta leiksins í dag og varði þrjú skot, 27%. Ágúst Elí kveður Kolding í sumar og gengur til liðs við Ribe-Esbjerg.


Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG sáu til þess að Ringsted féll. Þeir unnu í Ringsted í dag, 36:34. GOG er fyrir nokkru orðið deildarmeistari. Viktor Gísli var í marki GOG hluta leiksins í dag og varði fjögur skot, 27%.


Aron Pálmarsson fór hamförum þegar Aalborg vann Skjern í miklum markaleik, 38:36. Hann skoraði 11 mörk í 12 skotum og átti fjórar stoðsendingar.


Framundan er úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn. Hún hefst eftir páska þegar landsleikjum í undankeppni HM verður lokið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -