- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar í Gummersbach höfðu betur í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku 2. deildinni í handknattleik í kvöld þegar þeir mættu Íslendingatríóinu hjá EHV Aue á heimavelli, 28:25, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 12:12. Rúnar Sigtryggsson er tímabundið þjálfari EHV Aue.


Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður, skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach sem tók upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir áramót og vann sinn 13. sigur í deildinni, þar af þann 12. í röð. Gummersbach er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki. HSV Hamburg er efst með 28 stig en hefur lokið 16 leikjum. Hamburg vann Elbflorenz frá Leipzig í kvöld, 27:26, á heimavelli.

Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki Aue og var með 32% hlutfallsmarkvörslu. Sveinbjörn stóð í marki liðsins í nærri 50 mínútur.

Arnar Birkir Hálfdánsson náði sér ekki á strik og skoraði aðeins úr einu skoti af níu sem hann skaut á markið.

EHV Aue er í 12. sæti af 19 liðum deildarinnar með 11 stig eftir 12 leiki. Liðið á tvo til þrjá leiki inni á flest lið en dagskrá deildarinnar hefur farið nokkuð úr skorðum vegna kórónuveirunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -