- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Tókum of margar rangar ákvarðanir“

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með Zwickau. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Við tókum of margar rangar ákvarðanir síðustu mínúturnar og klikkuðum líka á dauðafærum,“ sagði handknattleikskonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í kvöld eftir að lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði með eins marks mun fyrir Solingen á útivelli í þýsku 2. deildinni, 25:24, í leik þar sem Solingen skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkunum, þar af sigurmarkið á síðustu sekúndu leiktímans.

Þetta var fyrsta tap BSV Sachsen Zwickau í deildinni en áður hafði liðið unnið þrjá leiki. Zwickau var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10.

Díana Dögg var eðlilega vonsvikin yfir tapinu enda átti lið hennar alla mörguleika á að gera betur en raun varð á. „Það er alltaf fúlt að tapa og ég á mjög erfitt með það en er þokkalega sátt með minn leik. Ég skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum, átti nokkrar línu- og hornastoðsendingar og fiskaði svo víti,“ sagði Díana Dögg ennfremur við handbolta.is.

Füchse Berlin er efst í deildinni með níu stig að loknum fimm leikjum. Herrenberg og Solingen er með átta stig. BSV Sachsen Zwickau, Nurtingen og Wailblingen hafa sex stig, tvö síðarnefndu liðin eftir fimm leikin en Díana og samherjar eiga fjóra leiki að baki.

Næsti leikur BSV Sachsen Zwickau er gegn Herrenberg í Zwickau eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -