- Auglýsing -
- Auglýsing -

Toppslagurinn varð aldrei spennandi

Íslands- og bikarmeistarar Vals halda sigurgöngu sinni áfram. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Valur er eitt liða í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa unnið afar öruggan sigur á ÍBV, 27:21, í uppgjöri tveggja liða sem voru taplaus þegar flautað var til leiks í Origohöllinni í dag. Eyjamenn voru átta mörkum undir í hálfleik, 15:7. Segja má að toppslagur deildarinnar hafi aldrei náð neinum hæðum.


Valur byrjaði leikinn af krafti og gaf þar með tóninn. Eftir stundarfjórðung var munurinn orðinn fimm mörk, 9:4. Leikmenn Vals voru með tögl og hagldir frá upphafi. Ofan á bættist að Björgvin Páll Gústavsson var frábær í markinu sem varð ekki til þess að létta leikmönnum ÍBV róðurinn. Hann var með yfir 50% markvörslu í fyrri hálfleik og liðlega 45% þegar flautað var til leiksloka.


Eftir yfirburði að loknum fyrri hálfleik þá slökuðu Valsmenn aðeins á klónni í síðar hálfleik. Sigur þeirra var aldrei í hættu og munurinn sex mörk þegar upp var staðið.


Mörk Vals: Tumi Steinn Rúnarsson 8/3, Agnar Smári Jónsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 4, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15, 45,5% – Sakai Motoki 3, 50%.
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6/3, Dagur Arnarsson 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Arnór Viðarsson 2, Dánjal Ragnarsson 2, Elmar Erlingsson 1, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 9, 25,7%, Petar Jokanovic 0.


Alla tölfræði leiksins má sjá hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -