- Auglýsing -
- Auglýsing -

Töpuðu niður þræðinum í seinni hálfleik

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau

„Við spiluðum seinni hálfleikinn bara alls ekki nógu vel. Leyfðum þeim að ná öllum tökum á leiknum í stað þess að halda áfram með það sem gekk vel hjá okkur,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau í kvöld eftir að lið hennar tapaði með sjö marka mun fyrir Sport-Union Neckarsulm, 32:25, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Díana Dögg og stöllur voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16.


Díana Dögg var ekki alveg sátt við sjálfa sig eftir leikinn. Hún skoraði eitt mark, átti fjórar stoðsendingar og vann boltann tvisvar. „Ekki alveg minn dagur, vantaði þetta extra power,“ sagði Díana Dögg þegar hún lýsti eigin frammistöðu.


BSV Sachsen Zwickau er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig að loknum 23 leikjum og er stigi á eftir HL Buchholz 08-Rosengarten sem hefur lokið 24 leikjum. Alls verða leiknar 26 umferðir í deildinni. Neðsta liðið fellur í 2. deild en það sem verður næst neðst leikur umspilsleiki við næst efsta lið 2. deildar. Díana Dögg og samherjar halda áfram að stefna á að mjakast a.m.k. upp í 13. og næst neðsta sætið í þeim leikjum sem eftir standa.


BSV Sachsen Zwickau leikur á ný við Sport-Union Neckarsulm á heimavelli á laugardaginn. Eftir það taka við leikir á móti Leverkusen eftir viku og loks við VfL Oldenburg í lokaumferðinni laugardaginn 21. maí.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -