- Auglýsing -
- Auglýsing -

Torsótt leið inn á EM2022

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það verður ekki einfalt fyrir íslenska kvennalandsliðið að komast í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem haldið verður í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu undir lok næsta árs. Aðeins eru 12 sæti í boði á mótinu þar sem fjögur sæti eru þegar frátekin, þrjú til gestgjafa og það fjórða fyrir ríkjandi Evrópumeistara Noregs. EM kvenna 2022 verður síðasta mótið með 16 þátttökuliðum.

Frá og með EM 2024 verður liðum fjölgað upp í 24 til samræmis við það sem tíðkast í karlaflokki frá EM 2020.


Landslið 24 þjóða taka þátt í riðlakeppnin EM2022 og verður leikið í sex fjögurra liða riðlum þar sem tvö efstu komast í lokakeppnina sem haldin verður frá 4. – 20. nóvember en ekki í desember og eins vant er vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla sem fram fer frá síðari hluta nóvember og fram undir jól.


Víst er hverjar 21 af 24 þátttökuþjóðum verða. Ísland verður þar á meðal. Dregið verður í riðla fimmtudaginn 25. mars. Raðað hefur verið niður í styrkleikaflokka. Þeir verða sem hér segir:

1.flokkur: Holland, Rússland, Frakkland, Danmörk, Spánn, Svíþjóð.
2.flokkur: Þýskaland, Rúmenía, Serbía, Ungveraland, Króatía, Pólland.
3.flokkur: Tékkland, Austurríki, Hvíta-Rússland, Sviss, Slóvakía, Ísland.
4.flokkur: Tyrkland, Litháen, Úkraína, sigurliðin þrjú úr riðlum forkeppninnar.

Enn er þremur farseðlum í riðlakeppnina óráðstafað. Keppt verður um þá í þremur riðlum í lok maí og í byrjun júní. Dregið verður í riðla forkeppninnar í næstu viku. Landslið Færeyja, Portúgals, Grikklands, Ítalíu, Kósóvó, Ísrael, Finnlands, Lúxemborgar, Bosníu, Kýpur og Lettlands bítast um sætin þrjú. Forkeppnin átti að fara í fram í desember á síðasta ári en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins og verður haldin í lok maí og í byrjun júní.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -