- Auglýsing -
- Auglýsing -

Torsóttur baráttusigur hjá Víkingi í botnslagnum

Andri Berg Haraldsson, þjálfari Víkings. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Víkingur vann Selfoss í uppgjöri tveggja neðstu liða Olísdeildar karla, 21:18, í hreint ótrúlegum handboltaleik í Safamýri í síðdegis þar sem kapp og spenna virtist bera leikmenn ofurliði. Sigurinn var svo sannarlega torsóttur.

Selfoss er þar með áfram neðstur með sex stig þegar sex umferðir eru eftir. Víkingur hefur átta stig, er stigi á eftir HK sem á leik inni. Staða Selfoss er þar með orðin sínu verri en Víkinga í slagnum um að forðast fall úr Olísdeild í vor.

Víkingur hefur þar með unnið báða leikina við Selfoss í vetur.

Mikil spenna var í herbúðum beggja liða fyrri leikinn enda skynjuðu menn mikilvægið. Liðin voru jöfn að stigum, með sex stig hvort áður en flautað var til leiks. Æsingur var nokkur í mönnum og skal engan undra.

Síðari hálfleikur var hreint með ólíkindum. Hann var ekki vel leikinn en þeim mun meira spennandi og sveiflurnar miklar. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 11:11.

Þegar Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss tók sitt annað leikhlé í síðari hálfleik eftir 14 mínútur var staðan, 18:11, fyrir Víkinga. Víkingur hafði skorað sjö mörk gegn engu auk þess að fara með upplögð tækifæri til þess að skora fleiri m.a. vítakast.

Sveinn Andri Sveinsson skoraði fyrsta mark Selfoss í síðari hálfleik eftir 15 mínútur og 55 sekúndur, 18:12. Taugaspennan virtist bera leikmenn beggja liða ofurliði. Þeim gekk ekkert að skora. Sveinn Andri Sveinsson minnkað muninn í 20:18 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Eftir það gekk boltinn liðanna á milli án þess að skorað væri. Loks 15 sekúndum fyrir leikslok innsiglaði Styrmir Sigurðsson sigur Víkinga sem svo sannarlega áttu níu líf á lokasprettinum.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Mörk Víkings: Halldór Ingi Jónasson 6, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3/3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 9, 33,3% – Bjarki Garðarsson 1/1, 100%.
Mörk Selfoss: Hans Jörgen Ólafsson 5, Sveinn Andri Sveinsson 4, Gunnar Kári Bragason 3, Sæþór Atlason 3, Sölvi Svavarsson 2/2, Hannes Höskuldsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 14/1, 43,8% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 3, 50%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -