- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar markahæstur einu sinni sem oftar

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Einu sinni sem oftar var Tryggvi Garðar Jónsson allt í öllu hjá ungmennaliði Vals í kvöld þegar það vann ungmennalið Hauka, 28:25, í Grill66-deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í Origohöll Valsara á Hlíðarenda.


Tryggvi Garðar skoraði níu mörk og var lang atkvæðamestur Valsmanna sem sitja eftir sem áður í sjöunda sæti deildarinnar, hafa nú 15 stig þegar þeir eiga tvo leiki eftir. Haukar er í fimmta sæti með 20 stig en eiga ólokið þremur viðureignnum.


Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik í Origohöllinni í kvöld, 12:12. Eftir því sem næst verður komist var það ekki fyrr en í lokin sem Valsmenn komust að ráði framúr. Lengst af leikurinn jafnt.


Mörk Vals U.: Tryggvi Garðar Jónsson 9, Ísak Logi Einarsson 4, Róbert Nökkvi Petersen 4, Andri Finnsson 3, Þorgeir Arnarsson 3, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 2, Loftur Ásmundsson 2, Erlendur Guðmundsson 1.

Mörk Haukar U.: Gísli Rúnar Jóhannsson 6, Kristófer Máni Jónasson 5, Birkir Snær Steinsson 4, Páll Þór Kolbeins 4, Össur Haraldsson 4, Sigurður Jónsson 1, Þórarinn Þórarinsson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -