- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar og félagar létu Kórdrengi ekki slá sig út af laginu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ungmennalið Vals lagði Kórdrengi með fjögurra marka mun, 23:19, í Origohöll Valsara í kvöld í Grill66-deild karla í handknattleik. Valsmenn náðu að snúa við blaðinu í síðari hálfleik eftir að hafa verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 11:9.


Eins og í nokkrum síðustu leikjum þá var stórskyttan unga, Tryggvi Garðar Jónsson, allt í öllu í liði Vals. Hann skoraði átta mörk í kvöld, eða ríflega þriðja hvert mark liðsins. Munar um minna.


Valur situr eftir sem áður í sjöunda sæti deildarinnar. Liðið hefur nú 13 stig eftir 16 leiki og er þremur stigum á eftir Haukum sem eiga tvo leiki til góða.

Kórdrengir eru í níunda sæti af 11 liðum með níu stig að loknum 16 leikjum.


Mörk Vals: Tryggvi Garðar Jónsson 8, Breki Hrafn Valdimarsson 5, Ísak Logi Einarsson 3, Sigurður Bjarni Thoroddsen 3, Jóel Bernburg 2, Viktor Andri Jónsson 2.
Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 4, Egill Björgvinsson 3, Matthías Daðason 3, Stefán Mickael Sverrisson 3, Hrannar Máni Gestsson 2, Markús Björnsson 2, Þorlákur S. Sigurjónsson 2.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -