- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tryggvi Garðar reyndist Selfyssingum erfiður

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungmennalið Vals vann ungmennalið Selfoss naumlega í kvöld, 35:34, í Grill66-deild karla í handknattleik. Leikið var í Origohöllinni og voru Valsmenn fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:16.


Tryggvi Garðar Jónsson reyndist Selfoss liðinu erfiður í kvöld. Hann fór á kostum og skorað nærri þriðjung marka Valsliðsins, eða 11.


Við tapið í kvöld tókst Selfossliðinu ekki að komast upp að hlið Harðar í þriðja sæti deildarinnar. Selfoss er þar með áfram í fjórða sæti með 22 stig að loknum 16 leikjum. Valsmenn komust upp að hlið Kórdrengja og ungmennaliðs Aftureldingar. Hvert liðanna hefur níu stig. Valur og Kórdrengir hafa lokið 14 leikjum hvor en Afturelding á 15 leiki að baki.


Mörk Vals U.: Tryggvi Garðar Jónsson 11, Ísak Logi Einarsson 7, Róbert Nökkvi Petersen 6, Tómas Sigurðsson 4, Þorgeir Arnarsson 4, Breki Hrafn Valdimarsson 3.
Mörk Selfoss U.: Elvar Elí Hallgrímsson 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Hannes Höskuldsson 1, Gunnar Kári Bragason 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -